Í sporum annarra
  • Heim
  • Höfundur
    • Karen Dögg
  • Verkefnið
    • Lönd sem eru í boði
    • Spilagögn
    • Atburðaspjöld
    • Spurningar
    • Dagbók
  • Til kennara
    • Tenging við aðalnámskrá grunnskóla
    • Gagnabanki
    • Námsmat
    • Kennsluaðferðir
    • Hinar sjö leiðir í námi
  • Bjargir

Spurningar

Allar þær spurningar sem samdar voru fyrir verkefnið taka mið af hæfniviðmiðum 10. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla. Hver flokkur skiptist niður á lotur. Spurningar verð aðgengilegar inn á Google Classroom. Sjá má spurningar hér að neðan.

Flokkur A
  1. Lýstu fjölskyldu þinni.
  • Lýstu fjölskyldumynstri þínu. 
  • Hver er aldur foreldra þinna, hvað heita þau og við hvað vinna þau?
  • Áttu systkini? Ef já, hvað heita þau og hver er aldur þeirra?
  • Hvaða kynþætti tilheyrir þú og þín fjölskylda?
  • Eruð þið í minnihlutahóp eða meirihlutahóp?
  • Eruð þið innfædd eða innflytjendur?
  • Hvað heitir borgin/bærinn sem þið búið í?
  • Afhverju búið þið þar?
  • Hversu margir búa þar?
  • Hvað heitir skólinn sem þú gengur í?
  • ​Hver eru uppáhaldsfögin þín?
  • Hvað gerir þú þér til skemmtunar?

​Flokkur B
  1. Hver er efnahagsstaða í landinu sem þú býrð í og hvaða áhrif hefur hún á líf fjölskyldu þinnar?
  2. Hvernig er stjórnarfari landsins háttað?
  3. Lýstu stjórnarfari landsins.
  • Hver er æðsti embættismaður landsins?
  • Nefnið þrjá stærstu stjórnmálaflokka landsins og helstu stefnur þeirra?
  • Hvar á stjórnmálaásnum sitja þessir stærstu flokkar?
  • Hvað þýðir það að sitja vinstra megin, í miðjunni og til hægri á svona ás?
 
  1. ​​Í hvaða trú/trúfélagi ert þú og þín fjölskylda?
  • Afhverju?
  • Eruð þið strangtrúuð? Trúleysingjar?
  • Ef svo er, afhverju?
  • Er trúfrelsi í landinu sem þú býrð í?
  • Er ríkisstrú í landinu? Ef já, hvaða trú er það?
  • Hvaða önnur trúrbrögð eru fjölmenn í landinu?

​Flokkur C
  1. Hvernig eru útivistarsvæðin þar sem þú býrð?
  • Þegar þú gengur um þau, hvaða trjágróðri tekur þú eftir?
  • Hvaða blóm eru í kring?
       2.  Hvaða dýr sérðu þegar þú labbar um heimasvæðið þitt?      
       3.  Fjölskyldan fer út fyrir borgina/bæinn sem þið búið í.
  • Í hvaða gróðurbelti er landið sem þú býrð í?
  • ​Lýstu landslaginu sem þú sérð.
  • Hverskonar gróður vex þar?
  • Eru fjöll í kring? Ef já, hvers konar fjöll eru það?
  • ​Eru vötn, fljót eða lækir? Ef já, hvers konar?
  • ​​Eru dalir, firðir eða ósar? Ef já, hvers konar?       
       4.  Í hvaða loftslagsbelti er landið sem þú átt heima í?
  • Hvernig er veðurfarið þar sem þú átt heima?

Flokkur D
  1. Hvaða helstu atburðir hafa átt sér stað í sögu landsins?
  2. Hvað eru nokkrar vinsælar hefðir eða venjur í þessu landi?
  3. Hverjir eru vinsælustu áfangastaðir ferðamanna og hvað fara þeir að sjá?
  4. Hefur einhverntímann verið stríð eða átök í landinu?
  • Ef já, hver var ástæða þess?
  • Eru enn þann dag í dag átök í landinu?
      5.  Hver er hinn menningarlegi arfur landsins þíns?
  • Eru það bókmenntir, dansar, söngvar?
  • Skrifaðu niður nokkur dæmi.
Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Höfundur
    • Karen Dögg
  • Verkefnið
    • Lönd sem eru í boði
    • Spilagögn
    • Atburðaspjöld
    • Spurningar
    • Dagbók
  • Til kennara
    • Tenging við aðalnámskrá grunnskóla
    • Gagnabanki
    • Námsmat
    • Kennsluaðferðir
    • Hinar sjö leiðir í námi
  • Bjargir